16:55
{mosimage}
(Sara Sædal Andrésdóttir)
Snæfellingar léku sem nýliðar í Iceland Express deildinni þetta árið og náðu að tryggja sæti sitt í deildinni á meðan Fjölniskonur féllu. Sara Sædal Andrésdóttir leikmaður Hólmara hefur einu sinni áður spáð hér á Karfan.is og þá reyndist hún rammgöldrótt og kyngimögnuð enda stóðst næstum því hvert orð hjá henni. Sara er því kölluð aftur til leiks fyrir oddaleik Hauka og KR í kvöld. Sjáum hvort Sara sé með svarið:
,,Virkilega jákvætt að fá hreinan úrslitaleik þar sem tvö mjög góð og vel þjálfuð lið mætast. Haukar spila á heimavelli en það skiptir nú ekki miklu þegar í svona leik er komið. Mér finnst KR einhvernveginn hafa verið meira sannfærandi síðustu leiki þrátt fyrir að staðan sé jöfn. Haukar eru með 2 erlenda á meðan stórveldið byggir þetta meira á landsbyggðarstelpum.
Þrátt fyrir 2 erlenda, Lady Jordan, turnana þær Telmu og Rögnu og fleiri góðar stelpur þá tel ég mjög líklegt að Rakel Viggós verði búin að leggja grunninn af sigrinum með því að troða nógu miklu af H3O Pro í leikmannahóp KR. Hildur, barnabarn Kidda múr, á eftir að fara mikinn, fremst í broddi fylkingar,“ sagði Sara og nú er að sjá hvort seiðmagnið fyrir vestan hafi rétt fyrir sér.