16:00
{mosimage}
(Jovana Lilja Stefánsdóttir)
Karfan.is hefur leitað til nokkurra spekinga og fengið þá til þess að rýna í oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Við hefjum leik á Jovönu Lilju Stefánsdóttur fyrirliða Grindavíkur sem lá gegn KR eftir oddaleik í 8-liða úrslitum.
,,Ég held að þetta verði hörkuleikur, þar sem bæði liðin eru búin að spila nokkuð vel. Mér finnst þetta mjög jöfn lið og finnst því erfitt að spá fyrir um úrslitin. Hildur er búin að standa sig frábærlega í þessu einvígi og ef hún nær að rífa Köru og Sigrúnu með sér þá held ég að KR fari með sigur. Aftur á móti ef útlendingarnir, Kristrún, Ragna Margrét og Telma spila vel þá held ég að Haukar vinni. En alltaf finnst mér þetta snúast um það að það lið sem langar meira í sigur og er tilbúið að berjast til dauða, það lið vinnur,“ sagði Jovana Lilja Stefánsdóttir.