11:00
{mosimage}
(Jón Halldór Eðvaldsson)
Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson er næstur í röðinni hjá þeim sem Karfan.is fékk til þess að rýna í oddaleik Hauka og KR í Iceland Express deild kvenna sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 19:15.
,,KR hefur komið ótrúleg sterkt inní þetta. Jói og Gauti virðast hafa náð vel til liðsins, þeir eru að ná svakalega miklu útúr liðinu miðið við það sem var fyrr í vetur. Hildur er að spila sitt besta tímabil sem ég man eftir og er að mínu mati búin að vera stórkostleg eftir áramót. Kara er ótrúlega dugleg og hefur komið með gríðarlegan kraft inní þetta. Sigrún Ámunda og Helga eru búnar að vera frábærar og hafa heldur betur stimplað sig inn, svo er það villidýrið (Guðrún Gróa) þarna fer sönnun þess að dugnaður og vilji kemur þér alla leið. Gróa er búin að vera sá leikmaður sem að hefur komið mest á óvart, ég tek ofan fyrir svona leikmönnum eins og henni sem að gefast aldrei upp.
Haukarnir hafa komið mér líka á óvart, þær að mínu mati hafa verið að spila undir getu. Mér finnst eins og það búi miklu meira í þessu liði. Sá leikmaður sem mér finnst hafa verið að standa undir væntingum hjá þeim er Ragna Margrét, stelpan hefur verið að gera flotta hluti. Kristrún hefur ekki verið uppá 10 en það sem ég held með hana er að hún hefur misst trúna á eigin getu, ég skil ekki afhverju. Hún er búinn að vera frábær í vetur, hún þarf bara að setjast niður og finna mojo-ið aftur, það er til staðar. Svo eru það erlendu leikmennirnir hjá Haukum, það þarf ekki að fara neinum orðum um þá, þeir þurfa bara að mæta og vinna vinnuna sína því að það gerir það enginn fyrir þær.
Þá er það spáin mín:
Að því sögðu hér að ofan þá tel ég að Haukar hafi verið að spila undir getu og tel ég að Haukar spili ekki undir getu á miðvikudag og af því sögðu á tel ég að Haukar komi til með að landa þessum titli, þetta er bara einn leikur og tel ég að þær mæti og vinni þá vinnu sem að Yngvi og Hennig eru búnir að leggja inn hjá þeim, því ekki hafa þær verið að gera það hingað til,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkurkvenna.