spot_img
HomeFréttirÚrslitaspá: Falur Harðarson

Úrslitaspá: Falur Harðarson

6:30

{mosimage}

Þá höldum við áfram að heyra álit spekinganna fyrir úrslitaeinvígið sem hefst í dag. Næstur er Falur Harðarson fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflavíkur.

Falur mun þó ekki sjá tvo fyrstu leiki KR og Grindavíkur þar sem hann og Margrét Sturlaugsdóttir kona hans eru á leið til Detroit til að sjá „Final four“ í bandaríska háskólaboltanum.

En kíkjum á hvað Falur segir um einvígi KR og Grindavíkur:

„Eftir gríðalega skemmtilega leiki í undanúrslitum mætast tvö af sterkustu liðum tímabilsins í úrslitum íslandsmótsins, bara fjör.

Ég spái mjög spennandi og skemmtilegum leikjum. Liðin eru mjög áþekk með breiðan  leikmannahóp og langar mikið í titilinn.

KR-ingar eru gríðarlega sterkir á vellinum, það vitum við flest en það er líka gríðarleg pressa á þeim að vinna titilinn úr öllum áttum. Nú er það bara spurningin hvernig þessi hópur tekst á við þetta verkefni?

Grindvíkingar mæta afslappaðir í þessa seríu og hafa allt að vinna. Páll Axel er auðvitað spurningamerki en ég hef trú á því að hann spili, það er ekki á hverju ári sem Grindavík er í úrslitum.  Þar sem ég reikna með að Páll Axel verði með og skili góðu framlagi til liðsins og Helgi Jónas spilar eins vel og hann hefur gert í síðustu leikjum, þá spái ég að Grindavík vinni á titilinn (3-1) á heimavelli laugardaginn 11. apríl.“

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -