spot_img
HomeFréttirÚrslitaleikur EM í dag: Spánn eða Frakkland Evrópumeistari?

Úrslitaleikur EM í dag: Spánn eða Frakkland Evrópumeistari?

 
Í dag fer fram úrslitaleikur Spánverja og Frakka á Evrópumeistaramótinu í Litháen. Áður en að sjálfum úrslitaleiknum kemur mætast Rússar og Makedónar í leik um bronsið. Spánverjar lögðu Makedóna í undanúrslitum en Frakkar höfðu betur gegn Rússum og urðu þannig fyrsta liðið á mótinu til að vinna Rússa.
Bronsleikur Makedóna og Rússa hefst kl. 14.30 í dag en kl. 18.00 er komið að sjálfum úrslitaleiknum.
 
Sex lið hafa unnið Evrópumeistaratitilinn í fyrstu tilraun eins og Frakkar vonast til að gera í dag en átta lið hafa tapað sínum fyrsta úrslitaleik. Þá hefur engin þjóð oftar tekið þátt en Frakkland í Evrópumótinu en liðið hefur aldrei unnið titilinn sjálfan.
 
Mynd/ Mikið mun mæða á þeim Pau Gasol og Joakim Noah í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -