Þá er komið að úrslitakeppni NBA deildarinnar 2013-2014. Liðin búin að spila 82 leiki yfir leiktímabilið og aðeins 16 lið komast í úrsllitakeppnina að venju. Fyrstu fjórir leikir úrslitakeppninnar fara fram í kvöld!
Spá mín frá því í haust var nokkuð nærri lagi en ég spáði eftirfarandi liðum sæti í úrslitakeppninni:
Austurdeild
New York Knicks
Brooklyn Nets*
Indiana Pacers*
Chicago Bull*
Miami Heat*
Atlanta Hawks*
Detroit Pistons
Toronto Raptors*
Vesturdeild
Houston Rockets*
Oklahoma City Thunder*
Golden State Warriors*
Los Angeles Clippers*
San Antonio Spurs*
Memphis Grizzlies*
Minnesota Timberwolves
Denver Nuggets
Ég var með tvö lið röng í hvorri deild en New York og Detroit náðu ekki inn en Washington og Charlotte gerðu það aftur á móti í Austrinu og í Vestrinu náðu Minnesota og Denver ekki inn á kostnað Dallas og Portland.
Ljóst er að framundan er spennandi úrslitakeppni og geta spádómar um úrslit einstakra viðureigna reynst erfiðir en ég ætla samt að gera tilraun til að spá um úrslit í hverju einvígi fyrir sig. Byrjum á Austurdeildinni.
Austurdeild
Indiana (1) – Atlanta (8)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann hvort liðið 2 leiki. Hér mætti búast við nokkuð öruggum sigri Indiana en liðið spilaði feikna vörn meirihluta leiktíðarinnar en í kjölfarið á leikmannaskiptum á Danny Granger til Philadelphia fyrir Evan Turner fór að bera á nokkru hiksti í leik liðsins. Orðrómur um að einhverrar óánægju gætti meðal leikmanna og að Turner hefði neikvæð áhrif á liðið og liðsandann varð nokkuð þrálátur auk þess sem Hibbert, miðherjinn stóri virtist falla í djúpa lægð leiddi til mun lakari árangurs liðsins eftir Stjörnuleikinn. Liðið er þó skipað sterkum leikmönnum eins og Paul George, Lance Stephenson og David West og ætti að ná að sigra Atlanta nokkuð auðveldlega. Atlanta hefur leikið án Horford nú stóran hluta leiktímabilsins og hefur staðið sig vel miðað við það með Jeff Teague sem besta mann en vörn Indiana ætti að duga gegn liðinu.
Mín spá: Indiana Pacers vinnur seríuna 4-1
Miami (2) – Charlotte (7)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann Miami alla leikina. LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh ásamt Ray Allen og félögum eiga að komast í gegnum Charlotte nokkuð létt amk á pappírunum. Það er hinsvegar spurning hvort hungrið sé enn til staðar eftir tvo NBA title í röð? Miami hefur unnið alla fjóra leikina gegn Charlotte í vetur og vinna fjóra í viðbót hér spurningin er bara hvort Bobcats nái einum heimasigri. Charlotte með Al Jefferson og Kemba Walker í broddi fyllkingar verður í erfiðleikum gegn LeBron og félögum ekki síst varnarlega.
Mín spá: Miami Heat vinnur seríuna 4-0
Toronto (3) – Brooklyn (6)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann hvort liðið 2 leiki. Toronto kom talsvert á óvart og skipti Rudy Gay í desember til Sacramento fyrir fjóra “miðlungs leikmenn” og hafa unnið 43 lieki og tapa 19 síðan þá eftir að hafa unni sex af fyrstu 18 leikjum sínum. Kylle Lowry og DeMar DeRozan hafa spilað vel ásamt Terrence Ross og Jonas Valanciunas en spurningin er hvort það haldi áfram í úrslitakeppninni. Brooklyn liðið byrjaði einnig illa á leiktíðinni og virtist sem liðið næði ekki saman þrátt fyrir allar stórstjörnurnar! Smátt og smátt hefur liðið náð að spila saman og eftir að Brooks Lopez miðherjinn stóri meiddist hefur liðið náð að spila ágætlega saman og virðist tilbúið í að spila í úrslitakeppninni! Liðið er náttúrulega sett saman til að vinna titil strax í ár með Paul Pierce, Kevin Garnett, Joe Johnson, Deron Williams og Andrei Kirilenko sem helstu nöfn. Mason Plumlee hefur síðan komið á óvart eftir að Brooks meiddist og spilað vel. Mín tilfinning er sú að þetta verði skemmtileg rimma sem Nets ná undirtökum á fljótlega og komast í aðra umferð.
Mín spá: Brooklyn vinnur seríuna 4-2
Chicago (4) – Washington (5)
Liðin mættust 3 sinnum í vetur og Washington vann 2 leiki en Chicago 1. Þetta gæti orðið skemmtilega rimma en Washington hefur verið að spila sífellt betur á leiktíðinni en vörn Chicago ætti þó að duga til að tryggja sigur. Joakim Noah er orðin helsta stjarna Chicago í fjarveru Derrick Rose. Noah, Kirk Hinrich, Dunleavy, Butler og Boozer hafa náð að spila vel vel saman og ættu að klára þessa seríu sérstaklega ef vörnin þeirra verður þétt. John Wall er stjarna Washington en liðið er samsett af góðum leikmönnum eins og Bradley Beal, Trevor Ariza, Nene (sem hefur verið talsvert meiddur í vetur) og tröllinu Marcin Gortat. Liðið vill spila mjög hraðan bolta nýta þannig hraða Wall sem er svakalegur. Ef Washington nær að spila góða vörn og stela mörgum boltum þá gæti “upset” 1. umferðarinnar orðið í þessari rimmu!
Mín spá: Chicago vinnur seríuna 4-3
Vesturdeild
San Antonio (1) – Dallas(8)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann San Antonio alla leikina. San Antonio fer létt með Dallas og þetta gæti jafnvel orðið styðsta viðureignin. Tim Duncan, Tony Parker og félagar gera atlögu að NBA-titlinum eina ferðina enn og miðað við spilamennsku liðsins í vetur ætti Dallas að vera nokkuð auðveld bráð. Dirk Nowitzki og félagar hafa bara hreinlega ekki nógu sterkt lið til að vinna sjö leikja seríu gegn Spurs þótt þeir gætu hugsanlega unnið einn leik á heimavelli.
Mín spá: San Antonio Spurs vinnur seríuna 4-1
Oklahoma City (2) – Memphis Grizzlies (7)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann OKC 3 leiki en Memphis 1. Margir minnast þess að Memphis sló út Thunder í fyrra en sú verðu ekki raunin í ár held ég. Kevin Durant hefur farið hamförum í vetur og það verðu ekki auðvelt að stoppa hann í ár. Russell Westbrook var ekki með í seríunni í fyrra og meiddist aftur í vetur en er byrjaður að spila aftur. Oklahóma liðið er hreinlega orðið betra en í fyrra og Durant er náttúrulega í sínu besta formi til þessa. Memphis hefur samt sem áður á að skipa afskaplega sterku liði sem er kannski meira samsett til að spila í úrslitakeppninni en deildarkeppninni þar sem minni áhersla er lögð á varnarleik, sérstaklega í vesturdeildunum. Zach Randolph, Marc Gasol, Mike Conley, Tony Allen og Tayshon Prince eru allir þekktir fyrir varnarvinnu og geta gert Durant og félögum lífið leitt en það dugar ekki til.
Mín spá: Oklahoma City thunder vinnur seríuna 4-2
Los Angeles (3) – Golden State (6)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann hvort liðið 2 leiki. Los Angeles Clippers ætti að komast í gegnum þessa seríu gegn Golden State Warriors ekki sist af því að Andrew Bogut er meiddur og leikur líklega ekki með Warriors í þessari seríu. Chris Paul og Blake Griffin og félagar vinna á heimaleikjaréttinum og verður svakalegur sjöundi leikur í Los Angeles. Golden State er með mjög skemmtilegt sóknarlið en vörnin mun dala mikið án Bogut. Steph Curry, Klay Thompson, Harrison Barnes og David Lee eru stórskemmtilegir leikmenn sem geta skoraði að því er virðist endalaust! Búast má við háu stigaskori í þessari seríu og má ætla að svakaleg tilþrif sjáist leik eftir leik! Það er samt vörnin sem vinnur í sjö leikja seríum og ég hallast að því að Clippers rétt merji þessa seríu en kæmi mér á óvart ef ég hefði rangt fyrir mér? Ó nei! Þetta er viðureignin sem vert verður að fylgjast með!!
Mín spá: L. A. Clippers vinnur seríuna 4-3
Houston (4) – Portland (5)
Liðin mættust 4 sinnum í vetur og vann Houston 3 leiki en Portland 1. Liðin sem hér mætast ættu að vera nokkuð jöfn og má ætla að viðureignin verði spennandi en Dwight Howard og Jason Harden ættu að gera gæfumuninn fyrir Houston Rockets. LaMarcus Aldridge og Damiann Lilliard eru helstu leikmenn Portland sem byrjaði tímabilið verulega vel en ekki gengið jafnvel eftir þvíi sem leið á tímabilið. Tilfinningin mín hér er að Houston ætti að taka þessa seríu nokkuð létt en samt er eitthvað sem segir mér að þessi seríua gæti dregist á langinn!
Mín spá: Houston Rockets vinnur seríuna 4-3
Samkvæmt minni spá þá myndu undanúrslit deildanna líta svona út:
Austurdeild
Indiana Pacers – Chicago Bulls
Miami Heat – Brooklyn Nets
Vesturdeild
San Antonio Spurs – Houston Rockets
Oklahoma City Thunder – Los Angeles Clippers
Hannes Birgir Hjálmarssson