spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit: Þórsarar halda í vonina eftir ótrúlega endurkomu

Úrslit: Þórsarar halda í vonina eftir ótrúlega endurkomu

Síðustu tveir leikir næstsíðustu umferð Dominos deildar karla fara fram í kvöld. Einum leik er lokið.

Grindavík heimsótti Þór Akureyri en gestirnir leiddu nánast allan leikinn. Þórsarar sem róa lífróður í deildinni áttu hreint magnaða endurkomu í lok leiksins. Jamal Palmer kláraði leikinn með rúmar 6 sekúndur eftir af leiknum fyrir Þór og tryggði sigurinn.

Þór á þar með enn möguleika á að tryggja sæti sitt í deildinni með sigri í lokaumferðinni og þurfa þá að treysta á að Valur tapi á meðan. Grindavík náði hinsvegar ekki að tryggja sæti í úrslitakeppninni.

Leikur Keflavíkur og Þórs Þ er að hefjast í Keflavík. Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla.

Þór Ak 89-86 Grindavík

Fréttir
- Auglýsing -