spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Úrslit: Stórt tap fyrir Belgíu í þýðingarlausum leik

Úrslit: Stórt tap fyrir Belgíu í þýðingarlausum leik

Ísland tapaði síðasta leik sínum í núverandi riðil í undankeppni EuroBasket 2021 fyrir Belgíu með 62 stigum gegn 90. Leikurinn sá seinni sem liðið lék í þessum síðasta glugga riðilsins, en síðstliðinn fimmtudag sigraði liðið Portúgal örugglega heima.

Ljóst var fyrir leikinn í dag að Belgía hafði þegar sigrað riðilinn og þar með komist beint í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland þarf hinsvegar að leika heima og heiman gegn bæði Sviss og Portúgal næsta sumar til þess að skera úr um hvort það fari í undankeppnina.

Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var atkvæðamestur í íslenska liðinu í dag. Á rétt rúmum 30 mínútum spiluðum skoraði hann 17 stig, tók 7 fráköst og varði 2 skot.

Tölfræði leiks

Upptaka:

Fréttir
- Auglýsing -