spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTil Bandaríkjanna í haust

Til Bandaríkjanna í haust

Leikmaður Þórs/Hamars í fyrstu deild kvenna Emma Hrönn Hákonardóttir mun í sumar ganga til liðs við UAlbany Great Danes í bandaríska háskólaboltanum. Staðfestir Soccerandeducation USA þetta á samfélagsmiðlum rétt í þessu.

Emma Hrönn er 19 ára síðan í janúar og hefur leikið með yngri flokkum Þórs, Hamars og Fjölnis, en hún er að upplagi úr Þorlákshöfn. Með meistaraflokki hóf hún að leika tímabilið 2019-20 með Hamri. Á nýliðnu tímabili var hún mikilvægur leikmaður Þós/Hamars sem tryggði sér sæti í Subway deildinni með sigri í þeirri fyrstu. Þá hefur Emma verið lykilleikmaður í yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.

UAlbany leika í American East hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans, en skólinn er staðsettur í Albany borg New York ríkis. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun Emma taka þátt í Norðulanda- og Evrópumótum sumarsins með undir 20 á liði Íslands, en halda til Albany um miðjan júlí.

Fréttir
- Auglýsing -