spot_img
HomeFréttirÚrslit: Steph Curry leiddi meistarana til sigurs í höfuðborginni

Úrslit: Steph Curry leiddi meistarana til sigurs í höfuðborginni

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Capital One höllinni í Washington sigruðu meistarar Golden State Warriors heimamenn í Wizards með 126 stigum gegn 118. Warriors fyrir nokkru komnir í toppsæti Vesturstrandarinnar með 70.8% sigurhlutfall, nokkru fyrir ofan Denver Nuggets í öðru sætinu með 67.4%. Wizards hinsvegar verið slakir í vetur, þó nokkuð undir því sem búist var af þeim fyrir tímabilið. Eru sem stendur í tíunda sætu Austurstrandarinnar með 42.6% sigurhlutfall.

Leikstjórnandinn Stephen Curry stórkostlegur fyrir Warriors í leik næturinnar. Skoraði 38 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 35 mínútum spiluðum. Fyrir heimamenn í Wizards var hinn tékkneski Tomas Satoransky atkvæðamestur í nokkuð jöfnu liði. Skoraði 20 stig, tók 3 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 3 boltum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Golden State Warriors 126 – 118 Washington Wizards

New Orleans Pelicans 116 – 122 Oklahoma City Thunder

Portland Trail Blazers 120 – 106 Phoenix Suns

Minnesota Timberwolves 120 – 105 Los Angeles Lakers

Fréttir
- Auglýsing -