Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Fjölnir tók á móti Snæfell í Dalhúsum. Hólmarar fóru með stigin vestur eftir 85-94 sigur á Fjölniskonum. Með sigrinum er Snæfell í 4. sæti deildarinnar með 16 stig en Fjölnir í 7. sæti með 8 stig.
Stigaskor leiksins:
Fjölnir: Brittney Jones 28/5 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Birna Eiríksdóttir 14, Bergdís Ragnarsdóttir 10/9 fráköst, Katina Mandylaris 9/13 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 8/5 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst, Margrét Helga Hagbarðsdóttir 0, Eva María Emilsdóttir 0, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Dagbjört Helga
Eiríksdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0.
Snæfell: Kieraah Marlow 25/15 fráköst, Hildur Sigurdardottir 18/15 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/14 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 12, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/4 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Alda Leif Jónsdóttir 2, Aníta Sæþórsdóttir 0, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0.
Mynd/ Björn Ingvarsson: Björg Guðrún Einarsdóttir gerði 12 stig og tók 4 fráköst fyrir Snæfell.