Keppni í Lengjubikarkeppni karla hófst í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Njarðvík í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn. Gestirnir fóru með öruggan 78-93 sigur af hólmi.
Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 19 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og þeir Maciej Baginski og Hjörtur Hrafn Einarsson bættu báðir við 16 stigum. Hjá Þór Þorlákshöfn var Nemanja Sovic með 21 stig og 13 fráköst og Baldur Ragnarsson gerði 17 stig og gaf 6 stoðsendingar.
Mynd úr safni/ Elvar Már fór fyrir liði Njarðvíkinga í kvöld.