spot_img
HomeFréttirÚrslit: Njarðvík kom fram hefndum að Hlíðarenda

Úrslit: Njarðvík kom fram hefndum að Hlíðarenda

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar höfðu öruggan sigur í Reykjanesglímunni gegn Grindavík 91-77. Kristi Smith fór mikinn í liði Keflavíkur með 31 stig og slíkt hið sama gerði Bryndís Guðmundsdóttir með 20 stig og daðraði verulega við þrennuna þar sem hún var líka með 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Grindavík voru þær Íris Sverrisdóttir og Joanna Skiba báðar með 14 stig.
Hamar og KR mættust í Hveragerði þar sem topplið KR vann nauman 75-79 útisigur. Jenny Finora fór fyrir liði KR í stigaskorinu með 22 stig en í liði Hamars var Koren Schram með 19 stig.
 
Íslandsmeistarar Hauka áttu ekki í vandræðum með Snæfell og skelltu gestgjöfum sínum úr Stykkishólmi 55-91. Gunnhildur Gunnarsdóttir var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig en hjá Haukum var Heather Ezell með 32 stig og 12 fráköst.
 
Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Vodafonehöllina og lögðu Valskonur 52-72 en Njarðvíkingar léku án erlends leikmanns þar sem félagið rak Shantrell Moss fyrir skemmstu. Ólöf Helga Pálsdóttir var stigahæst í Njarðvíkurliðinu með 18 stig og 16 fráköst og þá var þrennan innan seilingar þar sem Ólöf var líka með 7 stoðsendingar. Dranadia Roc var stigahæst í liði Vals með 19 stig og 8 fráköst en hún komst ekki í gang fyrr en um 15 mínútur voru liðnar af leiknum.
 
Nánar síðar…
 
Ljósmynd/ Njarðvíkingar fögnuðu sigri í Vodafonehöllinni í kvöld. Hér sækir Auður Jónsdóttir að körfu Valskvenna en Auður átti góða spretti fyrir Njarðvíkinga með 10 stig í leiknum.
 
Fréttir
- Auglýsing -