spot_img
HomeFréttirÚrslit: Lauri leiddi Bulls til sigurs í Stóra eplinu

Úrslit: Lauri leiddi Bulls til sigurs í Stóra eplinu

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Barclays höllinni í Brooklyn töpuðu heimamenn í Nets nokkuð óvænt fyrir liði Chicago Bulls, 106-125. Bulls gengið afleitlega það sem af er vetri, eru sem stendur í 13. sæti austursins, með fjórða versta árangur allra liða NBA deildarinnar, 23.6% sigurhlutfall. Nets gengið heldur betur, sem stendur nokkuð öruggir með sæti í úrslitakeppninni, í 6. sæti austursins með 50.9% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur gestanna var finninn Lauri Markkanen. Á 38 mínútum spiluðum skoraði hann 31 stig, tók 18 fráköst og varði 3 skot. Fyrir heimamenn í Nets var það bakvörðurinn D´Angelo Russell sem dróg vagninn með 23 stigum og 6 stoðsendingum.

https://www.youtube.com/watch?v=JqTKGw8dHK8

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

New York Knicks 103 – 120 Detroit Pistons

Denver Nuggets 110 – 117 Philadelphia 76ers

Cleveland Cavaliers 106 – 119 Washington Wizards

Chicago Bulls 125 – 106 Brooklyn Nets

Milwaukee Bucks 122 – 107 Dallas Mavericks

Golden State Warriors 117 – 107 Phoenix Suns

Minnesota Timberwolves 117 – 122 New Orleans Pelicans

Miami Heat 96 – 102 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -