spot_img
HomeFréttirÚrslit: LA Clippers unnu niður 28 stiga forystu Boston Celtics

Úrslit: LA Clippers unnu niður 28 stiga forystu Boston Celtics

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í TD Garðinum í Boston töpuðu heimamenn í Celtics fyrir LA Clippers í nokkuð kaflaskiptum leik. Eftir frábæra byrjun, þar sem þeir leiddu með 28 stigum þegar mest lét, gáfu heimamenn í Boston all svakalega eftir. Töpuðu leiknum að lokum með 11 stigum, 112-123.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var bakvörðurinn Terry Rozier sem skoraði 16 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Fyrir gestina var ítalinn Danilo Gallinari hetjan í annars nokkuð jöfnu liði, 19 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar.

https://www.youtube.com/watch?v=thR9eE2jGOg

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

San Antonio Spurs 105 – 125 Utah Jazz

Cleveland Cavaliers 90 – 105 Indiana Pacers

Charlotte Hornets 129 – 120 Atlanta Hawks

Toronto Raptors 104 – 99 New York Knicks

LA Clippers 123 – 112 Boston Celtics

Washington Wizards 134 – 125 Chicago Bulls

New Orleans Pelicans 90 – 99 Memphis Grizzlies

Oklahoma City Thunder 117 – 112 Houston Rockets

Orlando Magic 103 – 83 Milwaukee Bucks

Fréttir
- Auglýsing -