spot_img
HomeFréttirÚrslit: Kyle Lowry leiddi Raptors til sigurs gegn Kings

Úrslit: Kyle Lowry leiddi Raptors til sigurs gegn Kings

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Scotiabank höllinni í Toronto lögðu Kawhi Leonard lausir heimamenn í Raptors lið Sacramento Kings með 120 stigum gegn 105. Raptors nú búið að sigra flesta leiki allra liða það sem af er vetri, 36, en sitja þó í öðru sæti deildarinnar með 0,4% (73,5%) verra sigurhlutfall en Miwaukee Bucks sem eru í efsta sætinu, búnir að sigra 73,9% leikja sinna.

Atkvæðamestur heimamanna í leik næturinnar var leikstjórnandinn Kyle Lowry, en hann skoraði 19 stig, tók 4 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Fyrir gestina var það nýliðinn Marvin Bagley III sem dróg vagninn með 22 stigum og 11 fráköstum.

https://www.youtube.com/watch?v=Z0YOkniAVuc

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Sacramento Kings 105 – 120 Toronto Raptors

Portland Trail Blazers 114 – 123 Oklahoma City Thunder

LA Clippers 98 – 106 Dallas Mavericks

Minnesota Timberwolves 118 – 91 Phoenix Suns

Fréttir
- Auglýsing -