Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar sjöunda umferðin tók enda. Keflavík, Grindavík og Hamar lönduðu sigri og Keflavík vann sinn þriðja deildarleik í röð.
Keflavík lagði Hauka að Ásvöllum 67-68 í spennuleik þar sem Kristi Smith var með 19 stig í liði Keflavíkur og Bryndís Guðmundsdóttir með 18. Hjá Haukum var Heather Ezell atkvæðamest með 27 stig.
Grindvíkingar tóku á móti nýliðum Njarðvíkur í Röstinni og höfðu betur 75-60 þar sem Michele DeVault og Ingibjörg Jakobsdóttir voru báðar með 14 stig í liði Grindavíkur. Hjá Njarðvík var Shantrell Moss með 23 stig.
Hamar gerði svo góða ferð í Stykkishólm með 71-87 sigri á Snæfell. Kristen Grenn gerði 26 stig í liði Snæfells en það dugði ekki til. Stigahæst í liði Hamars var Koren Schram með 26 stig.
Ljósmynd/Keflvíkingar höfðu sigur að Ásvöllum í kvöld