spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Stórsigur í Grindavík

Úrslit kvöldsins: Stórsigur í Grindavík

21:08

{mosimage}
(Sigurður reyndist hetja sinna manna í kvöld en hann skoraði sigurkörfuna)

Þrír leikir voru á dagskrá í kvöld í IE-deild karla. Grindvíkingar unnu stórsigur á Blikum, Snæfell FSu með aðeins eini stigi og ÍR-ingar unnu Skallagrím.

Sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu í kvöld en þeir skoruð 112 stig gegn 60 og sigur þeirra einn sá stærsti í vetur. Þorleifur Ólafsson var stigahæstur heimamanna með 24 stig en sjö leikmenn skoruðu 10 stig eða meira fyrir Grindavík. Hjá Breiðablik var Nemanja Sovic með 20 stig.

Á Selfossi fóru gestirnir úr Stykkishólmi með sigur af hólmi er þeir unnu FSu 67-68. Sigurður Þorvaldsson skoraði sigurkörfu Snæfells þegar naumt var til leiksloka og ekki reyndist nægur tími fyrir FSu að jafna. Stigahæstur hjá Snæfellingum var Lucius Wagner sem skoraði 20 stig og hjá FSu var Sævar Sigurmundsson atkvæðamestur með 22 stig og 15 fráköst.

ÍR-ingar fóru með stig frá Borgarnesi þegar þeir unnu Skallagrím 59-67. Skallar hafa að fáu að keppa enda liðið fallið í 1. deild. Hjá ÍR var Sveinbjörn Claessen stigahæstur með 26 stig og Igor Beljanski var stigahæstur heimamanna en þjálfari Borgnesinga var með 18 stig.

mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -