spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Snæfell hóf titilvörnina á sigri (Uppfært)

Úrslit kvöldsins: Snæfell hóf titilvörnina á sigri (Uppfært)

 
Fyrstu umferð í Iceland Express deild karla var að ljúka og þá er einnig leikið í 1. deild karla í kvöld. Íslands-, bikar-, og Lengjumeistarar Snæfells hófu titilvörnina á sigri í baráttuleik í Grafarvogi. Lokatölur í Dalhúsum 97-102. 
Njarðvík 68-84 Grindavík
Antonio Houston með 13 stig hjá Njarðvík en Andre Smith var ekki fjarri þrennunni með 25 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar.
 
Hamar 82-89 Haukar
Andre Dabney gerði 28 stig og tók 6 fráköst í liði Hamars en hjá Haukum var Gerald Robinson með 29 stig og 14 fráköst.
 
Fjölnir 97-102 Snæfell
Ryan Amoroso var stigahæstur Hólmara með 31 stig og 13 fráköst. Hjá Fjölni voru Ben Stywall og Ægir Þór Steinarsson báðir með 25 stig.
 
1. deild karla
 
Þór Þorlákshöfn 101-73 Ármann
Vladimir Bulut gerði 33 stig og tók 4 fráköst fyrir Þórsara en hjá Ármenningum var Halldór Kristmannsson með 19 stig.
 
Valur 68-72 Þór Akureyri
Hörður Hreiðarsson var með 17 stig og 9 fráköst í liði Valsmanna en í sigurliði gestanna var Konrad Tota með 37 stig og 12 fráköst.
 
Ljósmynd/ Sævar Logi Ólafsson: Dabney er mættur aftur til leiks og nú nokkrum kílóum léttari þar sem ,,dreddarnir“ fengu að fjúka í sumar. Dabney var stigahæstur í tapleik Hamars gegn Haukum.
 
Fréttir
- Auglýsing -