spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Ólafur kláraði Stjörnuna á vítalínunni

Úrslit kvöldsins: Ólafur kláraði Stjörnuna á vítalínunni

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld, einum leik var frestað til morguns sökum veðurs en það var viðureign KFÍ og Fjölnis. Í Garðabænum var boðið upp á spennandi lokasprett þar sem úrslit leiksins réðust ekki fyrr en leiktíminn var allur en þá fékk Ólafur Torfason tvö vítaskot í stöðunni 94-94 og setti niður annað vítið fyrir sigrinum án þess að Stjarnan fengi að svara fyrir sig.
 
Úrslit:
 
Stjarnan 94-95 Snæfell
Ólafur Torfason var hetja Snæfells í leiknum en hann tryggði Snæfell sigurinn þegar leiktíminn var útrunninn! Brotið var á Ólafi í lokaskotinu í stöðunni 94-94, Ólafur gat því gert út um leikinn á línunni sem og hann gerði. Sex leikmenn Snæfells gerðu 12 stig eða meira í leiknum, atkvæðamestur var Marquis Hall með 20 stig og 8 stoðsendingar en hjá Stjörnunni voru þeir Fannar Helgason og Justin Shouse báðir með 20 stig.
 
ÍR 98-110 KR
Fimm leikmenn KR gerðu 10 stig eða meira í leiknum, þeirra atkvæðamestur var Edward Horton með 23 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá ÍR var Nemanja Sovic með 22 stig og 7 fráköst.
 
Skallagrímur 68-97 Þór Þorlákshöfn
Lloyd Harrison gerði 20 stig í liði Skallagríms en hjá Þór var Mike Ringgold með 17 stig og fimm leikmenn Þórs gerðu 11 stig eða meira.
 
Njarðvík 90-77 Keflavík
Travis Holmes gerði 23 stig, tók 16 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í Njarðvíkurliðinu en hjá Keflavík var Steven Gerard með 19 stig og 7 fráköst.
 
Mynd/ [email protected]Hafþór Ingi Gunnarsson og félagar í Snæfell unnu spennusigur á Stjörnunni. Liðin mætast aftur í Iceland Express deildinni síðar í vikunni.
 
Fréttir
- Auglýsing -