spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Njarðvík skellti sér í 2. sætið

Úrslit kvöldsins: Njarðvík skellti sér í 2. sætið

Njarðvíkingar gerðu góða ferð í DHL-Höllina í kvöld er þeir lögðu KR 73-84 í Iceland Express deild kvenna. Lele Hardy gerði 30 stig og tók 13 fráköst í liði Njarðvíkinga sem nú eru einar í 2. sæti deildarinnar með 12 stig. KR tapaði sínum þriðja deildarleik í röð í kvöld á meðan Njarðvíkingar komust aftur á beinu brautina eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð.
 
Erna Hákonardóttir átti einnig góðan dag í Njarðvíkurliðinu með 15 stig og Shanae Baker bætti við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hjá KR var Sigrún Ámundadóttir með 23 stig og 9 fráköst og Erica Prosser gerði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
 
Mynd/ Frá viðureign liðanna í DHL-Höllinni í kvöld. Shanae Baker sækir að KR vörninni
 
Fréttir
- Auglýsing -