Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöl þar sem Íslands- og bikarmeistarar Snæfells færðu Grindavík sinn fyrsta ósigur á tímabilinu með 79-71 sigur í Stykkishólmi. Þá náðu Haukar og Keflavík sér einnig í tvö góð stig og Ægir Þór Steinarsson setti stoðsendingametið þetta tímabilið í 13 kvikyndi.
Snæfell 79-71 Grindavík
Sean Burton gerði 23 stig fyrir Snæfell, Páll Axel Vilbergsson var með 20 stig í liði Grindavíkur.
Fjölnir 96-104 Keflavík
Lazar Trifunovic fór mikinn í liði Keflavíkur með 35 stig og 8 fráköst. Tómas Heiðar Tómasson gerði 28 stig í liði Fjölnis en félagi hans Ægir Þór Steinarsson setti stoðsendingametið þessa leiktíðina með 13 stoðsendingum í leiknum. Sjáfur átti hann metið fyrr með 12 stoðsendingar gegn Haukum.
Haukar 93-87 ÍR
Semaj Inge gerði 32 stig og tók 7 fráköst fyrir Hauka, hjá ÍR var Nemanja Sovic með 26 stig og 7 fráköst.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Úr safni: Sean Burton var stigahæstur í hjá Snæfell í kvöld er liðið varð það fyrsta til að leggja Grindavík að velli þetta tímabilið.