spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: KFÍ lagði Hauka aftur og Þór hefndi sín á KR

Úrslit kvöldsins: KFÍ lagði Hauka aftur og Þór hefndi sín á KR

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld þar sem KFÍ vann Hauka öðru sinni í keppninni og Njarðvík landaði eina útisigri kvöldsins. Þá kom Þór Þorlákshöfn fram hefndum gegn KR.
Tindastóll 86-84 Snæfell
Maurice Miller gerði 18 stig og þeir Svavar Birgisson og Trey Hampton bættu báðir við 15 stigum í sigurliði Tindastóls. Hjá Snæfell var Jón Ólafur Jónsson atkvæðamestur með 26 stig og Quincy Hankins-Cole bætti við 20 stigum og 19 fráköstum.
 
Þór Þorlákshöfn 72-60 KR
Mike Ringgold gerði 21 stig og tók 12 fráköst í liði Þórs og Darri Hilmarsson bætti við 12 stigum og 5 stoðsendingum. Edward Horton var stigahæstur í liði KR með 24 stig og 6 fráköst og David Tairu bætti við 11 stigum.
 
KFÍ 93-82
Chris Miller-Williams gerði 27 stig og tók 17 fráköst í liði KFÍ, Craig Schoen bætti við 26 stigum og Ari Gylfason setti 25 stig. Hjá Haukum var Jovanni Shuler með 28 stig og 9 fráköst og Chris Smith bætti við 19 stigum.
 
Hamar 74-84 Njarðvík
Tölfræði vantar
 
Mynd/ [email protected] Benedikt og Þórsarar lögðu KR í kvöld
Fréttir
- Auglýsing -