spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Keflavík og Tindastóll með sigra

Úrslit kvöldsins: Keflavík og Tindastóll með sigra

 Í Lengjubikarnum í kvöld þá mættust í kvennaboltanum, Stjarnan og Keflavík í Garðabænum.  Skemmst frá því að segja þá völtuðu Íslands og bikarmeistarar Keflavíkur yfir Stjörnukonur og sigruðu 83:35.  Í hinum kvennaleiknum þá virðist frost hafa gripið Livestat kerfið í Hveragerði en í þriðja fjórðung þá var staðan 33:65 gestunum úr Grindavík í vil gegn Hamri og tippum við á það að Grindavík hafi náð að klára það með sigri. 
 
Í karlaboltanum voru það Grindvíkingar sem sóttu heim Keflvíkinga og þeir áttu ekki erindi sem erfiði þar sem þeir töpuðu með tíu stigum, 85:75.  Það voru svo loks Tindastóll sem sigruðu Valsmenn 109:85.
 
Mynd: Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í kvöld
Fréttir
- Auglýsing -