Þrír leikir fóru fram í 17. umferð Dominos deildar kvenna.
Valur lagði granna sína í KR í uppgjöri toppliðanna í DHL Höllinni, heimakonur í Keflavík kjöldrógu Breiðablik og í Röstinni í Grindavík báru Haukar sigurorð af heimakonum eftir framlengdan leik.
Úrslit kvöldsins
KR 62 – 77 Valur
Keflavík 81 – 51 Breiðablik
Grindavík 70 – 78 Haukar