23:29
{mosimage}
ÍR og Keflavík tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Lýsingarbikarsins. Keflavík lagði Fjölni í Grafarvogi 85-111 og ÍR hafði betur gegn Stjörnunni 102-70.
Ómar Sævarsson var atkvæðamestur í liði ÍR í kvöld með 21 stig og 7 fráköst en Kjartan Kjartansson gerði 16 stig í liði Stjörnunnar. Tölfræði úr leik Fjölnis og Keflavíkur hefur ekki enn borist.
Í Iceland Express deild kvenna varð Breiðablik að sætta sig við enn einn ósigurinn og í kvöld gegn Stúdínum. ÍS hafði betur í leiknum 74-62 þar sem Þórunn Bjarnadóttir gerði 16 stig hjá ÍS en Tiara Harris var með 23 stig hjá Blikum.
Breiðablik er enn á botni deildarinnar eftir níu ósigra en ÍS mjakaði sér nær Grindavík og nú hafa Stúdínur 8 stig í 4. sæti deildarinnar en Grindavík hefur 10 stig í 3. sæti og á leik til góða og mæta einmitt ÍS næstkomandi laugardag.
16 liða úrslit karla lýkur á morgun þegar FSu tekur á móti Mostra og Hvíti riddarinn mætir KR B.
{mosimage}