spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Lengjubikar kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum. Í Hveragerði tóku heimastúlkur á móti Njarðvík og Snæfellingar lögðu land undir fót og heimsóttu Keflvíkinga.
Hamar vann öruggan sigur á Njarðvík 81-50. Slavica Dimovska skoraði 20 stig og var stigahæst hjá Hveragerði. Íris Ásgeirsdóttir bætti við 18 stigum og Kristrún Sigurjónsdóttir var með 16.
 
Hjá Njarðvík var Dita Liepkalne að þreyta frumraun sína með grænum en hún var stigahæst í sínu liði. Hún skoraði 17 stig og tók 19 fráköst. Heiða Valdimarsdóttir var með 8 stig og Eyrún Líf Sigurðardóttir skoraði 7.
 
Keflavík vann Snæfell 74-59.
 
Ljósmynd/ Hamarsstúlkur eru komnar í undanúrslit.
 
emil@karfan.is
Fréttir
- Auglýsing -