spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Haukar fyrstar til að vinna KR

Úrslit kvöldsins: Haukar fyrstar til að vinna KR

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þar sem Haukar urðu fyrstar til þess að leggja topplið KR að velli. Lokatölur í Hafnarfirði voru 66-60 Haukum í vil þar sem rauðar léku fantagóða vörn. Það eru því KR og Keflavík sem nú deila með sér toppsæti deildarinnar.
Úrslit kvöldsins:
 
Haukar 66-60 KR
Jence Ann Rhoads gerði 21 stig og gaf 5 stoðsendingar í liði Hauka. Hjá KR var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 16 stig og 4 fráköst.
 
Keflavík 82-66 Snæfell
Jaleesa Butler splæsti í enn eina tröllatvennuna, 27 stig og 20 fráköst í Keflavíkurliðinu. Hjá Snæfell var Kieraah Marlow var með 19 stig og 3 fráköst.
 
Fjölnir 78-99 Njarðvík
Brittney Jones gerði 40 stig í liði Fjölnis, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Katina Mandylaris gerði 20 stig og tók 16 fráköst. Hjá Njarðvík var Lele Hardy með 23 stig og 17 fráköst og Shanae Baker bætti við 34 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.
 
Valur 61-69 Hamar
Hannah Tuomi gerði 26 stig og tók 17 fráköst í sigurliði Hamars en hjá Val voru Melissa Leichlitner og Guðbjörg Sverrisdóttir báðar með 15 stig.
 
 
Mynd/ [email protected]Haukar fagna sigrinum gegn KR í kvöld að Ásvöllum.
 
Fréttir
- Auglýsing -