Fjórðu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Grindvíkingar tylltu sér einir á toppinn og hafa nú unnið alla fjóra mótsleiki sína. Tindastóll varð fyrir barðinu á gulu þrumunni í kvöld þar sem lokatölur voru 85-65 Grindavík í vil.
Úrslit kvöldsins:
Grindavík 85-65 Tindastóll
Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 21 stig og 13 fráköst. J´Nathan Bullock bætti svo við 18 stigum og 8 fráköstum hjá gulum. Hjá Tindastól var Maurice Miller með 20 stig og 11 fráköst og Trey Hampton gerði 17 stig og tók 10 fráköst.
Fjölnir 81-77 Valur
Nathan Walkup gerði 24 stig og tók 11 fráköst í liði Fjölnis, Calvin O´Neal bætti svo við 18 stigum. Hjá Val var Darnell Hugee með 30 stig og 11 fráköst.
Keflavík 85-76 Haukar
Charlie Parker gerði 24 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Keflavíkur í kvöld, Steven Gerard bætti svo við 17 stigum. Jovanni Shuler var stigahæstur í Haukaliðinu með 18 stig og 16 fráköst og þá var Christopher Smith með 17 stig og 8 fráköst í sínum fyrsta leik með Haukum
1. deild karla
Þór Ak. 78:89 Breiðablik
KFÍ 95:68 ÍA
Skallagrímur 93:104 Hamar
KFÍ 95:68 ÍA
Skallagrímur 93:104 Hamar