Fjölmargir leikir voru á dagskrá í kvöld í Iceland Express-deild karla og í 1. deild karla. Haukar lönduðu fyrsta sigri tímabilsins þegar þeir unnu Fjölni á Ásvöllum og nokkur óvænt úrslit urðu í 1. deild karla.
Úrslit:
Iceland Express-deild karla:
Haukar-Fjölnir 78-73:
Christopher Smith var með 24 stig og sjö varin skot í kvöld fyrir Hauka. Emil Barja var næstur honum í stigaskorun með 14 stig. Hjá Fjölni skoraði Nathan Walkup 22 stig og Calvin O´Neal bætti við 20 stigum.
Þór Þ.-Stjarnan 86-97:
Marvin Valdimarsson var með 25 stig fyrir Garðbæinga og Keith Cothran setti 20 stig. Fyrir heimamenn í Þór skoraði Darrin Govens 24 stig og Mike Ringgold var með myndarlega tvennu eða 22 stig og 16 fráköst.
Tindastóll-ÍR 70-81:
James Bartolotta var með 27 stig sem og Nemanja Sovic sem voru stigahæstir hjá ÍR. Fyrir Tindastól skoraði Trey Hampton 18 stig og Helgi Rafn Viggósson var með 16.
1. deild karla:
Breiðablik-Hamar 102-92:
Þorsteinn Gunnlaugsson var með ótrúlegar tölur fyrir Blika í kvöld eða 36 stig og 21 fráköst. Arnar Pétursson var svo með 26 stig og 11 stoðsendingar. Hjá Hamri skoraði Brandon Cotton 46 stig Louie Kirkman 10 stig.
Ármann-KFÍ 88-112:
Christopher Miller-Williams skoraði 36 stig fyrir Ísfirðingar og Ari Gylfason skoraði 24. Hjá Ármanni var Snorri Páll Sigurðsson með 20 stig og Illugi Auðunsson 15.
Þór Ak.-ÍG 80-82: Framlenging
Guðmundur Bragason var með 20 stig og 14 fráköst fyrir Grindvíkinga í kvöld og Haraldur Jón Jóhannesson bætti við 17 stigum. Hjá heimamönnum í Þór skoraði Spencer Harris 17 stig og Stefán Karel Torfason var með 16.
FSu-Skallagrímur 104-90:
Orri Jónsson var stigahæstur Selfyssinga með 24 stig og Bjarni Bjarnason skoraði 22. Hjá Borgnesingum var Lloyd Harrison með 19 stig og Sigurður Þórarinsson var með myndarlega tvennu eða 18 stig og 10 fráköst.
Mynd: Emil Barja var áberandi í sigurliði Hauka í kvöld – úr safni