spot_img
HomeFréttirÚrslit kvöldsins: Fimm í röð hjá Grindavík! (Uppfært)

Úrslit kvöldsins: Fimm í röð hjá Grindavík! (Uppfært)

 
Fimmtu umferðinni í Iceland Express deild karla er nú lokið en þrír leikir fóru fram í kvöld þar sem Grindvíkingar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með öruggum 115-94 sigri á ÍR. Grindvíkingar hafa nú unnið alla fimm deildarleiki sína og tróna á toppnum með 10 stig. 
Úrslit IEX karla
 
Grindavík 115-94 ÍR
Ryan Pettinella með 28 stig og 8 fráköst hjá Grindavík. Vilhjálmur Steinarsson með 23 stig og 3 stoðsendingar hjá ÍR.
 
Keflavík 95-91 KR
Lazar Trifunovic nýr leikmaður Keflavíkur byrjar vel með 26 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá KR var Marcus Walker með 28 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
KFÍ 78-85 Stjarnan
Justin Shouse með 23 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Stjörnuna. Hjá KFÍ var Craig Schoen með 17 stig og 4 fráköst.
 
1. deild karla
 
Skallagrímur 82-72 Breiðablik
Darrell Flake og Hafþór Ingi Gunnarsson gerðu báðir 26 stig í liði Skallagríms en auk þess var Flake með 17 fráköst. Hjá Blikum var Aðalsteinn Pálsson með 18 stig.
 
FSu 104-99 Þór Akureyri (tvíframlengt)
Richard Field gerði 43 stig og tók 16 fráköst í liði FSu en hjá Þór Akureyri var Konrad Tota með 31 stig og 14 fráköst.
 
Nánar síðar…
 
Ljósmynd/ Úr safni: Páll Axel og félagar úr Grindavík eru á skriði þessi misserin!
 
Fréttir
- Auglýsing -