Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem KFÍ styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Haukum að Ásvöllum. Lokatölur voru 81-87 KFÍ í vil þar sem Craig Schoen sallaði niður 35 stigum og gaf 6 stoðsendingar.
Landon Quick var atkvæðamestur í Haukaliðinu með 23 stig og 5 stoðsendingar. Forskot KFÍ á toppi deildarinnar er því orðið 4 stig þar sem Ísfirðingar hafa 22 stig en Haukar 18 stig í 2. sætinu.
Þór Akureyri hafði betur gegn ÍA fyrir norðan 99-79. Úrslit vantar úr viðureign Hrunamanna og Hattar, þeir sem hafa lokatölur úr þeim leik eru vinsamlegast beðnir um að senda þær á [email protected]