Á laugardaginn kemur þann 21. ágúst munu úrslit í Sumardeildinni fara fram á Klambratúni (Miklatúni) á körfuboltavellinum sem er þar staðsettur. Þetta kemur fram á www.kki.is
Leikar hefjast kl. 13.00 með tveimur undanúrslitaleikjum sem fara fram á sama tíma og svo hefjast seinni tveir leikirnir strax á eftir. Þá eftir að komið er í ljós hvaða fjögur lið fara í undanúrslit verður gert stutt hlé með 3-stiga keppni.
Hvert lið sendir einn leikmann fyrir sína hönd og tekin verða 10 skot fyrir utan þriggja stiga línuna og meistari krýndur að því loknu.
Undanúrslitin verða spiluð á sama tíma það er tveir leikir í gangi í einu þannig að bæði lið sem mætast í úrslitum fái jafna hvíld fyrir úrslitaleikinn. Hljóðkerfi og DJ verður á staðnum og allir fá ís frá Kjörís á meðan birgðir endast.
· Staðan
Dagskrá
Tími: 13.00 – 15.30
Keppt verður í 8-liða úrslitum með útsláttarfyrirkomulagi (Brackets):
kl. 13.00
1. b1 Lituanica vs. a4 Þristurinn
2. a2 Tornado vs. b3 Leiknir
kl. 13.30
3. a1 – Celtics vs. b4 Team DC
4. b2 – Hvíti Ridd. vs. a3 Gullni Örninn
kl. 14.00
Þriggjastiga keppni
kl. 14.15
5. Sigurvegari leik 1 vs. Sigurvegari leik 2
6. Sigurvegari leik 3 vs. Sigurvegari leik 4
14.45
7. Úrslitaleikur sigurvegarar úr leik 5 vs. leik 6
Athugið að tímar eru viðmið, ef dagskrá gengur hratt fyrir sig þá verður henni flýtt.
www.kki.is
Ljósmynd/stebbi@karfan.is Það verður spilar til þrautar á laugardag.