spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslit í 1. deild: Fjögur lið jöfn að stigum - Ármenningar stálu...

Úrslit í 1. deild: Fjögur lið jöfn að stigum – Ármenningar stálu heimaleikjaréttnum

Lokaumferð 1. deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Mikil spenna var fyrir umferðina þar sem stutt var á milli liða um miðja deild og gátu mörg lið komist í fimmta sætið. Svo flókin staða var komin upp í deildinni að kalla þurfti til sérlegan reiknimeistara Körfunnar.

Á endanum fór það svo að allir leikir dagsins unnust ansi sannfærandi en það var Fjölnir B, Njarðvík og Ármann sem unnu í dag en í gær hafði Grindavík einnig unnið sinn leik.

Þetta þýðir að Ármann náði í heimaleikjarétt í átta liða úrslitum deildarinnar eftir góðan endasprett í deildinni. Fjögur lið voru jöfn að stigum með 12 stig í sætum 5 til 8.

Staðan í deildinni

Úrslit dagsins:

Fjölnir b 88-70 Tindastóll

Hamar/Þór 50-81 Njarðvík

Vestri 60-96 Ármann

Fréttir
- Auglýsing -