Síðasta umferð í deildarkeppni 1.deildar kvenna hefst í kvöld með leik Grindavíkur og Stjörnunnar. Í 1.deild kvenna eru 9 lið, þar á meðal B-lið Fjölnis. Vegna covid verður í fyrsta sinn spilað 8 liða úrslit í deildinni sem þýðir að öll lið komast í úrslitakeppnina nema Fjölnir B þar sem B-lið geta ekki unnið sér inn sæti í efstu deild.

Fyrir lokaumferðina er ljóst að Njarðvík er í 1.sæti, ÍR í 2.sæti, Grindavík í 3.sæti og Vestri í 9.sæti. En spennan er gífurleg þegar kemur að 4.-8. sæti þar sem fjögur lið eru jöfn með 12 stig og Ármann er einum leik á eftir þeim með 10 stig. Fjórða sætið gefur heimavallarrétt í 8.liða úrslitum og því mikið undir.

Hér verður farið yfir líklegustu niðurstöður leikjanna sem fara fram um helgina, ásamt því að farið verði yfir allar mögulegar niðurstöður hvers liðs.

Leikirnir sem eru eftir eru:

 • Grindavík – Stjarnan
 • Vestri – Ármann
 • Hamar/Þór – Njarðvík
 • Fjölnir B – Tindastóll

Njarðvík og Grindavík skera sig nokkuð örugglega frá liðunum, Njarðvík með 28 stig og öruggar í fyrsta sæti og Grindavík með 20 stig og öruggar í þriðja sæti. Því er líklegasta niðurstaðan að þau fari með sigur af hólmi í leikjum helgarinnar. 

Vinni Tindastóll og Ármann sína leiki endar Tindastóll með 14. stig og heimavallarrétt í úrslitakeppni, 4 lið enda jöfn með 12 stig og raðast í töfluna svona: 

 • 5.sæti – Fjölnir
 • 6.sæti – Stjarnan
 • 7.sæti – Ármann
 • 8.sæti – Hamar/Þór

Vinni Tindastóll en önnur lið tapa, tekur Tindastóll 4.sætið, Ármann 8.sætið og önnur lið raðast:

 • 5.sæti – Fjölnir
 • 6.sæti – Stjarnan
 • 7.sæti – Hamar/Þór

Ef Fjölnir og Ármann vinna endar Fjölnir í 4.sæti, og 4 lið jöfn með 12 stig. Liðin munu raðast í töfluna svona:

 • 5.sæti – Ármann
 • 6.sæti – Hamar
 • 7.sæti – Stjarnan
 • 8.sæti – Tindastóll

Í þessu tilfelli endar Tindastóll í 8.sæti og Ármann fær heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 

Ef Fjölnir vinnur og önnur lið tapa enda 3 lið jöfn með 12 stig og raða sér svona:

 • 5.sæti – Hamar
 • 6.sæti – Tindastóll
 • 7.sæti – Stjarnan

Hér fyrir neðan eru allar mögulegar niðurstöður liðanna, hafa ber í huga að þegar talað er um að lið sigri, skiptir leikur Ármanns ekki máli fyrir sætaskipan þess liðs. 

Fjölnir-B

Þar sem Fjölnir er B-lið munu þær ekki taka þátt í úrslitakeppninni. Þær geta lent í 4. til 7. sæti. Endi þær í 4.sæti mun heimavalla rétturinn færast til 5. sætisins.  

Verði Fjölnir eina liðið sem vinnur sinn leik enda þær í 4.sæti, en einnig ef þær vinna og verða jafnar Hamri, eða Hamri og Stjörnunni. Vinni þær og verði jafnar Stjörnunni enda þær í 5.sæti, einnig ef þær tapa enda jafnar Stjörnunni og Hamri, eða Stjörnunni, Hamri og Ármanni. 6.sætið er þeirra ef þær tapa og enda jafnar Hamri eða Stjörunni. Svo geta þær lent í 7.sæti tapi þær og endi aðeins jafnar Ármanni 

Hamar

Hamar getur tekið 4.sætið, en einnig endað í því 8. 

Til að Hamar geti lent í 4.sæti og þar með fengið heimavallarrétt í fyrstu umferð þurfa þær að ná í sigur og annað hvort enda jafnar Fjölni (bara þau 2) eða vera jafnar Tindastól og Stjörnunni.

5.sætið er möguleiki ef að þær vinna og lenda jafnar Tindastól (bara þeim) eða tapa og enda jafnar Stjörnunni og Tindastól. 6.sætið er möguleiki ef þær vinna og enda jafnar Stjörnunni og Hamri, eða tapa og Fjölnir og Ármann vinna. Verið Tindastóll eina liðið sem vinnur sinn leik endar Hamar í 7.sæti. Ef Tindastóll og Ármann vinna er 8.sætið raunin fyrir Hamar, en einnig ef þær tapa og enda með jafn mörg stig og Tindastóll og Ármann, Stjarnan og Fjölnir eða Fjölnir og Ármann.

 

Tindastóll

Tindastóll á möguleika á 4.sætinu, en geta einnig lent í 8.sæti.

Til að Tindastóll geti lent í 4.sæti þurfa þær að vinna, og Hamar og Stjarnan tapa, ef Tindastóll og Hamar vinna enda þær einnig í 4.sæti. Ef bæði Hamar og Stjarnan vinna sína, ásamt Tindastól, leiki endar Tindastóll í 5.sæti, en einnig ef aðeins Stjarnan vinnur. Tapi þær og lenda jafnar Stjörnunni og Hamri enda þær í 6.sæti. Tapi þær og lenda jafnar Ármanni og Hamri enda þær í 7.sæti, einnig ef þær verða jafnar Stjörnunni. Þær geta síðan lent í 8.sæti ef þær tapa og verða jafnar hinum 3 liðunum, utan Fjölni eða verða jafnar Stjörnunni og Ármanni.

Stjarnan

Stjarnan mun enda í 4.sæti sigri þær leikinn sinn og enda jöfn annað hvort Fjölni eða Tindastól. 

Nái Stjarnan í sigur, og enda jöfn Hamri og Fjölni taka þær 5.sætið. 6.sætið veður Stjörnunnar ef Tindastóll og Ármann vinna, meðan önnur lið tapa, Tindastóll vinnur og önnur lið tapa, Stjarnan tapar og enda jöfn Fjölni og Hamri. Þær lenda í 7.sæti ef Fjölnir og Ármann vinna, en önnur lið tapa, eða ef Fjölnir vinnur og önnur lið tapa, einnig ef þær enda aðeins jafnar Ármanni. Einnig ef þær tapa og enda jafnar Tindastól og ármanni. Þær taka svo 8.sætið ef þær tapa og enda jafnar Ármanni og Fjölni, eða jafnar Hamri og Tindastól. 

Ármann

Eina leiðin fyrir Ármann til að lenda ofar en 8.sætið er að ná í sigur. Sigur dugir þeim til að bjarga sér frá 8.sætinu. Þær eiga ekki séns á 4.sætinu, en geta þó fengið heimavallarrétt, með 5.sæti,  í úrslitakeppninni ef þær vinna sinn leik og aðeins Fjölnir nær í sigur. Þær taka 6.sætið lendi þær jafnar Hamri og Tindastól, Tindastól og Stjörnunni eða Stjörnunni og Fjölni. Vinni þær og Tindastóll munu þær enda í 7. sæti, en einnig ef þær enda jafnar Fjölni og Hamri, eða Hamri, eða Tindastól. 

Til útskýringar og einföldunar á öllum 2-way og 3-way ties fylgja hér 2 myndir sem útskýra innbyrðis stöðuna í öllum mögulegum stöðum. Með myndunum má betur gera sér grein fyrir hverri stöðu ef ákveðin lið lenda með jafnan stigafjölda. 

2-way-tie: 

3-way-tie:

Umfjöllun / Kristjana Eir Jónsdóttir