spot_img
HomeFréttirÚrslit: Holmes fór á kostum í Njarðvíkursigri

Úrslit: Holmes fór á kostum í Njarðvíkursigri

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld þar sem Travis Holmes vakti verðskuldaða athygli með Njarðvíkingum þegar kappinn rakaði inn heilum 62 framlagsstigum. Þór Þorlákshöfn vann svo í Hellinum, Ísfirðingar lágu í Röstinni og Stólarnir sáu ekki til sólar í Ásgarði.
 
Úrslit kvöldsins:
 
Lengjubikar karla:
 
ÍR 86-94 Þór Þorlákshöfn
Darrin Govens gerði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar í liði Þórs. Darri Hilmarsson bætti við 16 stigum og 3 stoðsendingum. Hjá ÍR var Jimmy Bartolotta með 23 stig og 4 stoðsendingar og Ellert Arnarson bætti við 20 stigum.
 
Grindavík 103-87 KFÍ
Giordan Watson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoruðu báðir 19 stig í Grindavíkurliðinu. Páll Axel Vilbergsson var svo ekki fjarri þrennunni með 16 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar. Hjá KFÍ var Craig Schoen með 23 stig og 8 stoðsendingar og Christopher Miller-Williams bætti við 22 stigum og 10 fráköstum.
 
Stjarnan 102-80 Tindastóll
Justin Shouse gerði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Stjörnunnar og Keith Cothran bætti við 22 stigum. Hjá Tindastól var Svavar Birgisson með 19 stig og Friðrik Hreinsson bætti við 16 stigum.
 
Njarðvík 96-87 Valur
Travis Holmes fór á kostum í Njarðvíkurliðinu með 45 stig, 13 fráköst, 8 stoðsendingar og 2 varin skot. Fyrir þessa frammistöðu fékk kappinn hvorki meira né minna en 62 framlagsstig. Cameron Echols bætti svo við 20 stigum og 11 fráköstum. Garrison Johnson var stigahæstur Valsmanna með 28 stig og 6 fráköst og Igor Tratnik bætti við 17 stigum og 19 fráköstum.
 
 
Poweradebikar karla – forkeppni
 
KV 55-56 Víkingur Ólafsvík
Haukar b 76-54 Katla
Leiknir 59–69 Reynir Sandgerði
 
Mynd/ Travis Holmes átti Ljónagryfjuna í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -