Hamar hefur tekið 2-1 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn Njarðvík, staðan 2-1 eftir stórsigur Hamars í Hveragerði í kvöld. Lokatölur í Blómabænum voru 83-47 Hamri í vil. Næsti leikur liðanna er á laugardag í Ljónagryfjunni þar sem Hamar getur með sigri tryggt sig inn í úrslit deildarinnar.
Hamar 83-47 Njarðvík
Guðbjörg Sverrisdóttir og Fanney Lind Guðmundsdóttir gerðu báðar 16 stig í liði Hamars og Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 15 stigum. Hjá Njarðvík var Julia Demirer með 12 stig og 13 fráköst og Dita Liepkalne gerði 11 stig og tók 12 fráköst.
Nánar síðar…
Mynd/ Úr safni