Tveir stórleikir fóru fram í kvöld þegar Grindavík og ÍR mættust í undanúrslitum Subwaybikarsins í karlaflokki og þá mættus Íslandsmeistarar KR og Njarðvík í DHL-Höllinni. Skemmst er frá því að segja að Grindavík tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarsins gegn Snæfell en KR lagði Njarðvík og styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar.
Grindavík lagði ÍR 91-78 í Röstinni þar sem Páll Axel Vilbergsson gerði 29 stig og tók 7 fráköst fyrir Grindvíkinga en Nemanja Sovic var með 28 stig og 11 fráköst í liði ÍR.
Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld sem lagði Njarðvík 89-77. Brynjar gerði 33 stig í leiknum en atkvæðamestur í liði Njarðvíkinga var Jóhann Árni Ólafsson með 19 stig. Með þessum sigri náðu KR-ingar innbyrðisviðureigninni af Njarðvíkingum en Njarðvík vann fyrri leik liðanna með 9 stiga mun.
Nánar síðar…