spot_img
HomeFréttirÚrslit: FSu lagði Blika í Iðu

Úrslit: FSu lagði Blika í Iðu

 
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem FSu tók á móti Breiðablik í Iðu á Selfossi og Skallagrímur fékk Valsmenn í heimsókn í Fjósið. FSu byrja leiktíðina vel og hafa nú unnið tvo fyrstu leikina en þeir skelltu Blikum 85-70.
Richard Field og Valur Orri Valsson fóru fyrir FSu báðir með 24 stig. Field var einnig með 19 fráköst og Valur Orri bætti við 6 stoðsendingum. Hjá Blikum var Nick Brady með 21 stig og 12 fráköst.
 
Skallagrímur lagði Valsmenn 85-84 í spennuleik í Borgarnesi. Darrel Flake gerði 28 stig og tók 7 fráköst fyrir Borgnesinga en hjá Valsmönnum var Calvin Wooten með 35 stig og 9 fráköst.
 
Ljósmynd/ Richard Field gerði 24 stig gegn Blikum í kvöld og hefur nú gert 68 stig í tveimur leikjum fyrir FSu.
 
Fréttir
- Auglýsing -