Fyrsti keppnisdagur á Hraðmóti Kosts og Njarðvíkurkvenna fór fram í kvöld. Leiknir voru sex leikir og lét spennan ekki á sér standa. Í viðureign Njarðvíkur og Hamars þurfti að tvíframlengja og í leik Grindavíkur og Hamars var framlengt, í báðum leikjum vann Hamar.
Njarðvík 44-41 Grindavík
Haukar 24-27 Hamar
Grindavík 32-25 Haukar
Njarðvík 33-38 Hamar (tvíframlengt)
Grindavík 38-41 Hamar (framlengt)
Njarðvík 20-31 Haukar
Í kvöld var aðeins leikið í A-riðli og á morgun er aðeins leikið í B-riðli en eftirfarandi lið skipa B-riðil: U16 ára landslið Ísland, KR, Fjölnir og Snæfell.