Úrslit meistaradeildar Evrópu (Euroleague) fara fram í Mílan á Ítalíu þetta tímabilið. Á síðasta tímabili fóru úrslitin fram í O2 Höllinni í London en fjörið færist nú yfir til Mílan. Leikið verður í Mediolanum höllinni dagana 15.-18. maí 2014.
Mílan á ríka körfuboltasögu en árið 1966 var borgin gestgjafi þegar Evrópumeistari félagsliða var krýndur í fyrsta sinn. Olimpia Milano var þá sigurvegari félagsliða.
Mediolanum höllin er svo heimavöllur Emporio Armani Milan sem er sigursælasta lið ítalska boltans frá upphafi. Vinna stendur nú yfir við að stækka höllina sem leikið verður í en þá er gert ráð fyrir að hún rúmi 12.500 manns.
Mynd/ Frá leik í Mediolanum höllinni í Mílanóborg.