Elvar Már Friðriksson fór mikinn í kvöld þegar Njarðvíkingar skelltu Haukum 98-68 í Lengjubikarkeppni karla. Fyrir viðureign kvöldsins voru bæði lið taplaus í Lengjubikarkeppninni. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim síðari stungu Njarðvíkingar af, unnu þriðja leikhluta 26-13 og fjórða leikhluta 22-13.
Elvar Már lék eins og sá er valdið hefur með 44 stig, 5 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolna bolta! Kvartar enginn undan svona dagsverki.
Fyrirtækjabikar karla, B-riðill
Njarðvík-Haukar 98-68 (22-20, 28-22, 26-13, 22-13)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 44/5 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Nigel Moore 22/6 fráköst/6 stolnir, Óli Ragnar Alexandersson 7, Maciej Stanislav Baginski 6/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6/8 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 5/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/6 fráköst, Magnús Már Traustason 2, Brynjar Þór Guðnason 2, Ragnar Helgi Friðriksson 0.
Haukar: Terrence Watson 23/12 fráköst, Emil Barja 12/8 fráköst, Kári Jónsson 8, Davíð Páll Hermannsson 8/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4, Kristján Leifur Sverrisson 3, Sigurður Þór Einarsson 2, Kristinn Marinósson 2/9 fráköst, Jón Ólafur Magnússon 0, Alex Óli Ívarsson 0, Haukur Óskarsson 0.