spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins í IE kvenna

Úrslit dagsins í IE kvenna

19:39 

{mosimage}

Fyrstu umferð í Icleand Express deild kvenna er lokið en öll fyrsta umferðin var leikin í Grindavík í dag. Fyrsti leikur dagsins var viðureign Grindavíkur og nýliða Hamars frá Hveragerði. Hvergerðingar komu nokkuð á óvart í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Grindavík. Lokatölur leiksins voru 86-74 Grindavík í vil en nýliðar Hamars eiga heiður skilinn fyrir góða baráttu.

 

Annar leikur dagsins í dag var millum ÍS og Hauka en óhætt er að segja að Haukar hafi kæft drauma ÍS um góð úrslti í fæðingu. Lokatölur leiksins voru 52-103 Haukum í vil og var sigurinn aldrei í hættu.

 

Þriðji og síðasti leikur dagsins var burstleikur Keflavíkur gegn Breiðablik. Lokatölur í þessum leik voru 121-46 og ljóst að Blikar eiga langt í land en Keflavík hefur stórbætt sig frá því í Powerade bikarnum þegar þær töpuðu gegn Grindavík.

 

Nánar síðar…

Fréttir
- Auglýsing -