Lítið um óvænt úrslit nema hvað Ástralir gerðu sig lítið fyrir og lögðu Litháa en andfætlingar okkar höfðu 19 stiga forystu þegar flautað var til hálfleiks. Litháar sóttu til baka í seinni hálfleik en Áströlum tókst að landa sigrinum. Utah Jazz nýliðinn Dante Exum spilaði aðeins 4 mínútur í leiknum og skoraði ekki stig.
Finnar spiluðu frábærlega gegn Dóminíska lýðveldinu en töpuðu naumlega með 6 stiga mun. Virkilega skemmtilegt lið hjá Finnum á þessu móti. Finnar skutu 11/34 í þristum en voru að nýta styttri færin mun verr.
Bandaríkjamenn stóðu freðnir á meðan Nýsjálendingarnir stigu haka stríðsdansinn að hætti mára fyrir leik liðanna í dag. Márarnir urðu hins vegar að láta í minni pokann fyrir NBA strákunum.
Úrslitin voru annars þessi:
Ljósmyndir: Þrefaldur NBA meistari Luc Longley grjótharður á að hvetja sína menn í Ástralíu áfram. Longley er í þjálfarateymi Ástralíu. Finnar áttu flottan leik gegn Dóminíska lýðveldinu. (FIBA)