spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins: 15 lið komin áfram í Poweradebikarnum

Úrslit dagsins: 15 lið komin áfram í Poweradebikarnum

 
Fjórir leikir fóru fram í Poweradebikarnum í dag en leikið var í 32 liða úrslitum í karlaflokki. Eftir daginn í dag eru 15 lið komin inn í 16 liða úrslit keppninnar en fresta varð viðureign Vals b og Fjölnis þar sem láðist að skrá dómara á leikinn.
Úrslit dagsins:
 
Stál-Úlfur 63-114 Haukar
Víkingur Ó 45-129 Snæfell
Breiðablik 49-78 Tindastóll
Valur 71-98 ÍR
 
Væntanlega verður viðureign Vals b og Fjölnis nú á næstu dögum og þá liggja 16 liða úrslitin endanlega fyrir en þau 15 lið sem komin eru áfram í 16 liða úrslitin eru eftirfarandi:
 
Grindavík
KR
Njarðvík
Ármann
Hamar
Þór Þorlákshöfn
Laugdælir
Njarðvík b
Keflavík
Skallagrímur
Haukar
Snæfell
Tindastóll
ÍR
KFÍ
 
Valur b eða Fjölnir ?

Ljósmynd/ Semaj Inge og félagar í Haukum áttu ekki í vandræðum með Stál-Úlf í dag.

 
Fréttir
- Auglýsing -