spot_img
HomeFréttirÚrslit 1. deildar karla hefjast á föstudagskvöld

Úrslit 1. deildar karla hefjast á föstudagskvöld

09:16
{mosimage}

(Valsmenn hafa ekki leikið í úrvalsdeild síðan leiktíðina 2002-2003)

Úrslitaeinvígið í 1. deild karla hefst næstkomandi föstudagskvöld en þar eigast við Valur og Fjölnir. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst upp í Iceland Express deildina með Hamarsmönnum. Það eru Valsmenn sem eiga heimaleikjaréttinn og taka því á móti Fjölni annað kvöld kl. 20:00 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.

Fjölnir féll úr úrvalsdeild á síðustu leiktíð ásamt Hamarsmönnum. Hvergerðingar unnu 1. deildina að þessu sinni og léku því ekki í úrslitakeppninni heldur taka beint sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Bæði lið luku keppni í úrvalsdeild með 8 stig á síðustu leiktíð og féllu nokkuð afgerandi þar sem næsta lið var Tindastóll með 16 stig.

Valsmenn að sama skapi hafa ekki leikið í úrvalsdeild síðan leiktíðina 2002-2003 en þá féllu þeir ásamt Skallagrímsmönnum. Jason Pryor var þá leikmaður Vals en hann lék einmitt með Hamri í vetur.

Leikdagar í úrslitum 1. deildar:

27. mars kl. 20.00 Valur-Fjölnir Vodafonehöllin

29. mars kl. 19.15 Fjölnir-Valur Íþróttamiðstöðin Grafarvogi

31. mars kl. 20.00 Valur-Fjölnir Vodafonehöllin – ODDALEIKUR EF ÞARF

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -