spot_img
HomeFréttirUppselt á Ísland - Finnland

Uppselt á Ísland – Finnland

Ísland mætir Finnlandi í síðasta leik A-riðils í dag. Leikurinn er ekki uppá neitt nema stoltið en hvorugt liðið getur hreyfst til í töflunni eftir úrslit dagsins. Ísland mun enda í neðsta sæti riðilsins og þar sem Slóvenía vann Frakkland þá er ljóst að Finnland endar í öðru sæti riðilsins. 

 

Samkvæmt forsvarsmönnum KKÍ er uppselt á Hartwall Arena í Helsinki í kvöld á leik Íslands og Finnlands. Stuðningsmenn beggja liða hafa slegið heldur betur í gegn á mótinu en fullt hefur verið á alla leiki Finnlands á mótinu. 

 

Hartwall Arena tekur 12.500 manns í sæti og því ljóst að stemmningin verður rosaleg. Leikurinn hefst kl 17:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. 

 

Fréttir
- Auglýsing -