Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket hófu úrslitakeppnina eins og best verður á kostið, með sigri á útivelli. Uppsala mætir Södertalje Kings í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar sem Södertalje er með heimaleikjaréttinn og því var leikurinn á heimavelli Kings.
Lokatölur í spennuslagnum voru 59-61 Södertalje í vil sem gerðu sigurstig leiksins með teigskoti þegar níu sekúndur voru til leiksloka. Helgi gerði 4 stig og tók 5 fráköst í leiknum en þrjá sigra þarf til að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Staðan hjá Íslendingaliðunum í 8-liða úrslitum í Svíþjóð:
Sundsvall 1-0 Jamtland
Norrköping 1-0 Solna
Södertalje 0-1 Uppsala