spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaUnnur Tara læknir Hauka í Evrópukeppninni - Var leikmaður þeirra síðast þegar...

Unnur Tara læknir Hauka í Evrópukeppninni – Var leikmaður þeirra síðast þegar liðið tók þátt

Haukar leika fyrri leik sinn í undankeppni EuroCup komandi í kvöld heima í Ólafssal geg Clube Uniao Sportiva frá Portúgal.

Haukar taka á móti Clube Uniao Sportiva í Ólafssal í kvöld

Komin eru 15 ár síðan að íslenskt lið kvenna tók síðast þátt í Evrópukeppni, en árið 2005 mættu Haukar Ribera frá Ítalíu, Pays D’Aix frá Frakklandi og Caja Canarias frá Spáni í deildarkeppni Evrópukeppninnar. Þá spilaði leiki sex leiki í heild sem allir töpuðust.

Caja Canarias (Spánn) Ásvellir 58-97 / Las Palmas de Gran Canaria 95-51
Pays D’Aix (Frakkland) Aix-en-Provence 99-59 / Ásvellir 41-105
Ribera (Ítalía) Ásvellir 45-85 / Ribera 80-58

Einn leikmaður Hauka þá er í liðinu sem mætir Sportiva í kvöld, Helena Sverrisdóttir. Þá aðeins 17 ára gömul, en skilaði samt 15 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í keppninni.

Helena á lista FIBA yfir þá leikmenn sem fylgjast skuli með í EuroCup

Þá var Unnur Tara Jónsdóttir í leikmannahópi Hauka 2005, en hún mun samkvæmt heimildum Körfunnar vera læknir Hauka í keppninni í þetta skiptið þar sem að skylda er fyrir lið sem taka þátt í mótinu að vera með einn slíkan á sínum snærum.

Standa Haukar fremst allra liða í íslenskum kvennakörfubolta?

Fréttir
- Auglýsing -