Haukar leika fyrri leik sinn í undankeppni EuroCup komandi í kvöld heima í Ólafssal geg Clube Uniao Sportiva frá Portúgal.

Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður streymt beint á YouTube hér.

Fimmtán ár eru síðan íslenskt kvennalið fór síðast í Evrópukeppni, en þá voru það einnig Haukar sem tóku þátt.

Leikið er heima og heiman í þessari undankeppni og takist Haukum að vinna þetta einvígi heldur liðið áfram í riðlakeppni mótsins.

Hérna er heimasíða keppninnar

Helena á lista FIBA yfir þá leikmenn sem fylgjast skuli með í EuroCup